Við eigum ennþá holl laus hér og þar í Minnivallalæk í sumar í stórrurriðan þar. Frábær kostur fyrir smærri hópa eða fjölskyldur þá með lækinn og glæsilegt nýuppgert veiðihús út af fyrir sig. Stangardagurinn er á bilinu kr. 25.000-40.000 og innifalið veiðihúsið uppábúið við komu. Hér má sjá fyrir neðan link glæsilegt myndband sem var tekið af norskum veiðimönnum sem veitt hafa í læknum í mörg ár og oft veitt vel eins og sjá má!