Ertu búin að bóka veiðina í sumar?
Það líður að sumarið komi eftir kalt vor og spáin er góð fyrir næstu daga loksins. Hefur verið kalt og erfitt þá fáu daga sem veitt hefur verið í Minnivallalæk. Á vefnum okkar má sjá uppfærð laus leyfi og fer að þéttast í Minnivallalæk ástundun á næstunni en þó laust aðeins í júní og örfáir dagar í júlí einnig. Síðla ágúst er töluvert um lausa daga síðan aftur í Minnivallalæk.
Í Jöklu eru örfáar stangir lausar eins og sjá má á frábærum tíma í júlí og snemma í ágúst og svo aftur seint í ágúst líka.
Það er eitt holl laust í Hrútafjarðará sem er mjög óvenjulegt og er í þrjá daga 23-26 september. Sá mánuður er reyndar oft firnagóður vegna haustrigninga með nægu vatni og mikil hreyfing er þá á laxinum.
Upplýsingar í síma 660 6890 eða sendið póst á ellidason@strengir.is