STRENGIR

Minnivallækur

Fögruhlíðarós

kjörið fyrir smærri hópa sem vilja góða sjóbleikjuveiði og eiga vona á urriða, sjóbirtingi og laxi í og með.

Sérstök stemming að veiða sjóbleikju á fallaskiptum að nóttu til!

Skemmtilegt sjóbleikjusvæði og einnig veiðist slæðingur af sjóbirting og nú nýverið einnig lax í auknum mæli. Svæðið sem um ræðir tekur til Fögruhlíðarós og upp að Réttarhyl og einnig má veiða ósa Jöklu sjálfrar sem er örstutt frá. Sumarið 2018 veiddust 279 sjóbleikjur og 147 sjóbirtingar/urriðar á þessu svæði sem er frábær veiði miðað við ástundun. Einnig er frjálst að fara upp á efri svæði Jöklu III og er það innifalið í veiðileyfum í Fögruhlíðarós. Kjörið fyrir smærri hópa sem vilja góða sjóbleikjuveiði og eiga von á urriða, sjóbirtingi og laxi í og með. Töluverð urriðaveiði getur einnig verið ofar í Fögruhlíðará og upp að Réttarhyl. Veiðitími er frá 1. júní og til 30. september.

Veiðitími verður sveigjanlegur innan þess ramma en þó má aðeins veiða tólf stundir enda skipta fallaskipti miklu máli þarna. Margir hafa upplifað ógleymanlegar stundir við Fögruhlíðarós þegar liggjandinn er um hánótt, sem er dagsbjört um hásumarið sem kunnugt er, en það er afar sérstök stemming að veiða sjóbleikju á fallaskiptum að nóttu til.

Upplýsingar

Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 660 km. Fjarlægð frá Egilsstöðum: ca. 60 km.

Veiðisvæði: Fögruhlíðarós og Fögruhlíðará að og með Réttarhyl.

Tímabil: 1. júní – 30. september.

Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis eða stakir dagar og jafnvel ½ dagar.

Daglegur veiðitími: Daglegur veiðitími er sveigjanlegur innan 12 tíma á dag.

Fjöldi stanga: Leyfðar eru 3 stangir.

Verð: Stöng á dag er kr.15.000.

Veiðireglur: Fluga, spónn og maðkur eru leyfður. Engin kvóti á silung, en æskilegt er að sleppa stærri bleikjum. En skyllt er að sleppa laxi 70 cm og stærri ef hann veiðist, en leyfilegt að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það.

Vinsælar flugur: Bleik og Blá, Noblerar, Mickey Finn, Black Ghost og fl.

Veiði síðastliðið ár: 2 laxar, 2 laxar og um 426 silungar aðallega sjóbleikja.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Guðmundur Ólason 471 1019 og 660 6893.

Gistimöguleikar fyrir veiðimenn

Engin skyldugisting er fyrir þetta svæði en má skoða með gistingu í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð með eða án fæðis ef laus eru herbergi þar.

Spyrjið um nánari upplýsingar.

Skemmtilegar minningar/hugarró við veiðar/fallegt umhverfi/??

Fögruhlíðarós

Fjarlægð frá Reykjavík: Um 660 km

Akstur: Um 8 klst

Fjarlægð frá Egilsstöðum: Um 60 km

Akstur: Um 40 mín