STRENGIR

HRÚTAFJARÐARÁ

ein af albestu fluguveiðiám landsins

hrútafjarðará

Perlan í Hrútafirðinum

Hrúta ásamt Síká er gjöful laxveiðiá með einungis þrjár stangir!

Hrútafjarðará er vinsæl laxveiðia á og ein af albestu fluguveiðiám landsins með 10 ára meðalveiði yfir 400 laxa á einungis þrjár stangir. Sjóbleikja veiðist líka og þá gjarnan á neðsta svæði árinnar og sumar mjög vænar. Veiði hefst í júní og lýkur í lok september og fyrrihluta sumars er góð von í stórlaxi og laxar um eða yfir 10 kg veiðast í Hrútafjarðará árlega. Stangirnar þrjár eru seldar saman og aðgangur að veiðihúsi fylgir án sérstaks endurgjalds fyrir allt að 8 manns og því tilvalinn valkostur fyrir smærri hópa. Góð eftirspurn er eftir veiðileyfum í Hrútu og fastaholl eru yfirleitt með sína daga á hverju ári en þó er alltaf eitthvað um að holl losni

VEIÐIHÚS

Veiðihús fyrir Hrútafjarðará er í landi Bálkastaða neðarlega í ánni að austanverðu á milli Síkár og gamla Staðarskála. Fjögur tveggja manna herbergi eru í húsinu sem eru uppábúinn og með handklæðum við komu veiðimanna sem mega koma um og eftir kl. 14 á komudegi. Því geta átta manns gist í veiðihúsinu. Tvö baðherbergi með sturtu, sérstakt vöðlu-og þurrkherbergi og fiskmóttaka eru í húsinu. Gott eldhús og stofa með stórum arinn setur mikinn svip á allt húsið. Stór verönd með grilli er við húsið. Og nú komið á sauna á veröndina, þar með er öll aðstaða enn betri og fer vel um veiðimenn er óhætt að segja í nýja saunahúsinu. Sturta hefur einnig verið sett upp við hliðina, frábært framtak hjá Veiðifélagi Hrútafjarðarár sem stóð fyrir þessum breytingum.  Þráðlaust internet er til afnota fyrir gesti. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför en einnig er hægt að kaupa þá þjónustu ef samið er um það fyrirfram. Veiðimenn skulu hafa rýmt húsið kl. 13 á brottfarardegi.

Umsjónarmenn eru Brynjar í síma 865 7508 og Guðný í síma 846 0162.

Upplýsingar

Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík: 160 km.

Veiðisvæði: Hrútafjarðará öll ásamt Síká.

Tímabil: 21.júní – 30.september.

Veiðileyfi: Hægt er að kaupa ýmist 2 eða 3 daga holl.

Daglegur veiðitími: 1. júlí – 15. ágúst kl. 7-13 og kl. 16-22 en frá 16. ágúst til 10. september kl. 15-21 eftir hádegi. Eftir það kl. 14-20 daglega eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt til kl. 12:00.

Fjöldi stanga: Leyfðar eru 3 stangir.

Verð: Stöng á dag á bilinu kr. 75.000 kr. – 200.000 og gisting innifalin.

Veiðireglur: Fluga eingöngu leyfð og er skyllt að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri og kvóti er einn laxar á stöng á dag undir þeim stærðarmörkum og veitt og sleppt eftir það.

Vinsælar flugur: Rauð Frances, Sunray Shadow, mikrótúpur, hitch túpur, Blue Charm, Collie Dog, Snælda og fl.

Veiði síðastliðin ár: Um 185 laxar og 100 sjóbleikjur og sjóbirtingar.

Umsjónarmaður/veiðivörður: 
Jón Kristján í síma 663 6715

Fjarlægð frá Reykjavík: 160 km

Akstur: Um 2 klst