Í ný útkomnu Sportveiðiblaði má sjá að forsíðumynd blaðsins er tekin í Jöklu þar sem undirritaður Þröstur Elliðason er að kasta flugu í Stuðlagil. Ljósmyndina tók Sigurjón Ragnar heitan sumardag í ágúst um árið en sögusagnir eru um að lax hafi sést þar þó það sé ekki staðfest. Í blaðinu má finna ítarlega veiðistaðalýsingu á Jöklu og nokkrar glæsilegar myndir fylgja með.
Nánar um þetta og Jöklu má líka sjá á mbl í dag í Sporðaköstum hjá Eggert Skúlasyni og er eftirfarandi:”Jökla gæti orðið spútnik á sumarsins. Hún hefur undanfarin ár liðið fyrir yfirfall úr Hálslóni en horfur nú eru þannig að litlar líkur eru á yfirfalli fyrr en í haust og jafnvel ekki. Þar mun þó veðrátta skipta miklu. Ítarleg veiðistaðalýsing á Jöklu er að finna í blaðinu Þar er gnótt veiðistaða og það sem er heillandi við Jöklu að margir þeirra eru nýlega fundnir og enn eru staðir í Jöklu sem fáir eða engir vita um. Hún er ein yngsta laxveiðiá landins, ef svo má taka til orða en veiði þar hófst ekki fyrr en sumarið 2007. Enn í dag eru menn að finna nýja veiðistaði í þessari miklu á. Vonandi nær Jökla heilu sumri svo hægt verði að sjá hvað í hana er spunnið.”