Jökla og Fögruhlíðará á góðu verði!
Þetta svæði er neðarlega í Jöklu sjálfri frá veiðistaðnum Hagholt og niður á Kaldárós sem er um 8 km langt svæði. Þarna fer allur lax í gegn sem gengur í Jöklu ásamt því að lax og sjóbleikja bíður við Kaldárós til að ganga í Kaldá síðsumars.
Einnig fylgir öll Fögruhlíðará með sem er um 11-12 km löng og lax veiðist allt upp á efstu veiðistöðum eins og Neðra Gilvaði þar sem sleppitjörn er fyrir gönguseiði. Og Fögruhlíðarósinn er frægur fyrir sjóbleikjuveiði og núna einnig sjóbirting sem hefur fjölgað undanfarin ár þar.