STRENGIR

Search
Close this search box.
breski

Jökla og Fögruhlíðará á góðu verði!

Þetta svæði er neðarlega í Jöklu sjálfri frá veiðistaðnum Hagholt og niður á Kaldárós sem er um 8 km langt svæði. Þarna fer allur lax í gegn sem gengur í Jöklu ásamt því að lax og sjóbleikja bíður við Kaldárós til að ganga í Kaldá síðsumars.
Einnig fylgir öll Fögruhlíðará með sem er um 11-12 km löng og lax veiðist allt upp á efstu veiðistöðum eins og Neðra Gilvaði þar sem sleppitjörn er fyrir gönguseiði. Og Fögruhlíðarósinn er frægur fyrir sjóbleikjuveiði og núna einnig sjóbirting sem hefur fjölgað undanfarin ár þar.

Stangardagurinn er frá kr. 20.000 í júní og hækkar svo er líður inn sumarið og er eftir fyrstu vikuna í júlí á kr. 40.000. Er óhætt að segja að það sé hóflegt gjald miðað við veiðivonina. Engin gisti eða fæðiskylda er á þessu svæði en oft er hægt að fá gistingu í Veiðihúsinu Hálsakoti eftir nánari samkomulagi.

Hér á link https://www.facebook.com/strengir/videos/726132169230247 má sjá myndband frá Nils Folmer að glíma við vænan lax í Hagholti í sumar.