STRENGIR

Search
Close this search box.
breski

Jökla og Fögruhlíðará

öll Fögruhlíðará seld með ósnum ásamt neðsta hluta Jöklu

Skemmtilegt svæði með alla Fögruhlíðará ásamt neðsta hluta Jöklu sjálfrar. Góð laxveiðivon og með góðri silungsveiði verður þetta mjög spennandi valkostur á hóflegu verði. Mikill lax gengur á leið upp Jöklu þarna og hefur það lítið sem ekkert verið stundað til þessa. Svæðinu fylgir einnig Kaldárós sem hefur oft gefið góða veiði á bæði sjóbleikju og laxi sem bíður eftir því að ganga upp í Kaldá. Í boði verður ef pláss leyfir gisting í Veiðihúsinu Hálsakoti í nýlegri gistiaðstöðu. Verð fyrir gistingu með eða án fæðis verður hóflegt en miðast við að tveir gisti í hverju herbergi. Svæðið er kjörið fyrir smærri hópa og er afar fjölbreytt og allir veiðimenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem er góða sjóbleikjuveiði, lax, urriða eða sjóbirting. Veiðitími er frá 1. júní til 6. ágúst en eftir það verður svæðið hluti af Jöklu svæðinu.

Glæsilegt veiðihús

Fyrir veiðimenn í Jöklu og Fögruhlíðarársvæðinu verður nú boðið í júní og ef laust er síðar upp á nýlegt hús með 2-3 herbergjum þar sem er eitt sameiginlegt baðherbergi. Húsið er staðsett rétt við Veiðihúsið Hálsakot við Kaldá. Verð eftir nánara samkomulagi með eða án fæðis og verður boðið upp á nokkra valkosti. Hægt er að taka eingöngu gistingu eða bæta við morgunverðarhlaðborði og hlaðborði í hléinu. Einnig verður boðið upp á fullt fæði, allt eftir því hvað hentar hverju holli.  Meginhúsið hefur upphitaða vöðlugeymslu, aðgerðarherbergi með frystikistu, frábærri setu- og borðstofu með arin, eldhúsi með öllum nauðsynlegum tækjum og skemmtilegri verönd að flatmaga á í hléinu og á góðviðrisdögum. Rétt áður en komið er að brúnni yfir Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel (ef komið er að sunnan) og þá blasir veiðihúsið við.

Staðsetning:  Fjarlægð frá Reykjavík: ca. 660 km. Frá Egilstöðum: Samtals um 50 km. Ekið er um þjóðveg 1, sem leið liggur vestur til Akureyrar. Þegar komið er yfir brúna yfir Jöklu er beygt til hægri inn á þjóðveg 917. Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel og blasir þar glæsilegt veiðihús við. Frá Akureyri: Ekið er um þjóðveg 1 í átt til Egilsstaða. Vestan megin við brúna yfir Jöklu rétt áður en komið er að henni er beygt til vinstri inn á þjóðveg 917. Og rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktan Mássel og blasir þar glæsilegt veiðihús við.

Umsjónarmaður er Guðmundur Ólason í síma 660 – 6893

Upplýsingar

Veiðisvæði:  Fögruhlíðará öll ásamt Jöklu neðan við Skipalág.

Tímabil:  1. júní – 6. ágúst.

Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis en stakir dagar með stuttum fyrirvara.

Daglegur veiðitími:  Daglegur veiðitími er frá klukkan 8-13 og 15-21 en í Fögruhlíðarós sveigjanlegu vegna fallaskipta.

Fjöldi stanga:  Seldar eru 4 stangir.

Verð:  Stöng á dag er á bilinu kr. 20.000 – 70.000

Veiðireglur:  Fluguveiði eingöngu og engin kvóti á silungi en skylt er að sleppa sjóbleikju yfir 45 cm. Einnig er skylt að sleppa laxi 70 cm og stærri en leyfilegt að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það.

Vinsælar flugur:  Bleik og Blá, Noblerar, Rauð Frances, Krafla, Black Ghost og fl.

Meðalveiði:  Um 40 laxar og 300 silungar, aðallega sjóbleikja.

Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason í síma 660 6893.

Fjarlægð frá Reykjavík: 660 km

Akstur: Um 7 klst og 40 mín

Fjarlægð frá Egilsstöðum: 50 km

Akstur: Um 40 mín