STRENGIR

Search
Close this search box.
breski
Previous slide
Next slide

Jökla

GJÖFUL LAXVEIÐIÁ ÁSAMT SMÆRRI HLIÐARÁM

Jöklan er búin að sanna sig sem ein besta laxveiðiá landsins áður en yfirfall skellur á frá Hálslóni. Það kom óvenju snemma sumarið 2023 eða í byrjun ágúst og eftir það var ástundun lítil á vatnasvæðið. En veiði á stöng per dag var um 1,5 lax fram að því sem er frábær veiði og um helmingur af því stórlax. En einnig voru góðar smálaxagöngur er leið á sumarið og lofar það mjög góðu með miklar stórlaxagöngur fyrir komandi sumar. Lokatalan voru 520 laxar og töluvert af sjóbleikju fékkst einnig úr hliðarám. Jökla er seld í tveggja, þriggja eða jafnvel fjögurra daga hollum og er skyldufæði í Veiðihúsinu Hálsakoti. En þó er boðið upp á staka daga seint á veiðitímabilinu án skyldugistingar og fæðis. Veiðitímabilið er frá og með 24. júní til 30. september sem laxveiðisvæði þó að silungur veiðist líka allt sumarið. 
Laxastofn Jöklu er mikilli sókn og engin ástæða til annars en að vera mjög bjartsýnn með sumarið 2024. Staða Hálslóns er þennan vetur óvenju lág og allar líkur á því að hægt verði að veiða megnið af ágúst næsta sumar. Einnig voru gönguseiðasleppingar stórauknar vorið 2023 í hliðarárnar sem skilar sér sem smálax 2024 og því góðar horfur með veiði í þeim.

Glæsilegt veiðihús

Á bökkum Kaldár stendur nýlegt og stórglæsilegt veiðihús til afnota fyrir veiðimenn á Jöklusvæðinu. Það var byggt árið 2007 og býður upp á frábæra aðstöðu og er samtengt með verönd við fjögur smærri hús með átta tveggja manna herbergjum, hvert með sér baðherbergi og sturtu. Meginhúsið hefur upphitaða vöðlugeymslu, aðgerðarherbergi með frystikistu, frábærri setu- og borðstofu með arin, eldhúsi með öllum nauðsynlegum tækjum og skemmtilegri verönd að flatmaga á í hléinu og á góðviðrisdögum. Ráðist var í umtalsverðar endurbætur og stækkanir á veiðihúsum okkar á Hálsakoti á bökkum Kaldár fyrir sumarið 2022 sem komu vel út. Þar á meðal var einnig byggt saunahús, pottur og nýji barinn sló í gegn! Fyrir sumarið 2024 verður áfram unnið að viðhaldi og endurbætum og verður öll aðstaðan enn betri og er þar með orðin fyrsta flokks er óhætt að segja. Rétt áður en komið er að brúnni yfir Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel (ef komið er að sunnan) og þá blasir veiðihúsið við. Fullt fæði og gisting kostar kr. 40.000 á mann á dag og er þá boðið upp á fyrsta flokks fæði og þjónustu. Ef óskað er eftir er hægt að gera tilboð fyrir hópa. Ekki verður skyldugisting í september á veiðitímanum og holl geta einnig keypt þá eingöngu gistingu ef þess er óskað.

Umsjónarmaður er Guðmundur Ólason í síma 660 6893

Myndband

Upplýsingar

Veiðisvæði:  Jökla frá og með Skipalág og að Tregluhyl ásamt Laxá og Kaldá til 6. ágúst. Eftir það nær svæðið að og með Húsármótum en Fögruhlíðará bætist þá við þetta svæði í staðinn. 

Tímabil:  24. júní – 30. september.

Veiðileyfi:  Tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis og stakir dagar einnig mögulegir frá morgni til kvölds síðsumars.

Daglegur veiðitími:  Veitt er frá kl. 8 – 13 og kl. 15 – 21 eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt hætt kl. 12:00.

Fjöldi stanga:  Leyfðar eru 6-8 stangir

Verð:  Stöng á dag á bilinu
kr. 50.000 – 250.000 kr.

Veiðireglur:  Fluga er eingöngu leyfð í júlí og til síðla ágúst en spónn er einnig leyfður eftir það og í september. Er skylt að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er að öllum laxi sé sleppt enda eru góð uppeldissvæði á vatnasvæði Jöklu. Sjóbleikju frá  45 cm er skyllt að sleppa í Jöklu líka.

Vinsælar flugur:  Rauð Frances, Svört Frances, Friggi, Sunray Shadow, Hitch tupes, Snælda og fl.

Veiði síðastliðin ár: Um 500 laxar og 140 silungar.

Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason  í síma 660 6893.5

Fjarlægð frá Reykjavík: 660 km

Akstur: Um 7 klst og 40 mín

Fjarlægð frá Egilsstöðum: 50 km

Akstur: Um 40 mín