STRENGIR

Search
Close this search box.
breski

Laus veiðileyfi komin á vefinn!

Á vef okkar www.strengir.is má nú sjá stöðu lausra leyfa og einfalt er að sækja um veiðileyfi á linknum https://strengir.is/veidileyfi/.
Þar má finna meðal annars sjá að tvö holl eru nú laus í Hrútafjarðará. Það er ekki oft sem þar losnar um holl í þessarri vinsælu veiðiá! Enda eru eingöngu þrjár stangir leyfðar í Hrútu sem eru seldar saman og ekkert skyldufæði. Frábær meðalveiði eða um 400 laxar sl. 10 ár gerir þetta eina af betri laxveiðiám landsins.
Eitthvað er laust á aðalsvæðinu í Jöklu í lok júní og snemma í júlí og svo aftur í ágúst. Von er á góðum stórlaxagöngum eftir góðar smálaxagöngur sl. sumar og verður spennandi að opna Jöklu 25. júní.
Einnig eru nokkuð um lausar stangir á neðra svæðinu Jöklu og Fögruhlíðará sem er með góða silungsveiði og laxveiðivon.
Minnivallalækur er með laus holl hér og þar eins og sjá má. Frábær aðstaða í veiðihúsi og stutt frá Reykjavik gerir þetta góðan kost fyrir smærri hópa og fjölskyldur þar sem stangirnar fjórar eru seldar saman. Veiði hefst núna 1. apríl og þrátt fyrir kulda er engin ís á læknum enda lindarvatn með stöðugt rennsli allan veiðitímann!