STRENGIR

Rjúpnaveiðið

Góð rjúpnaveiði í einstöku umhverfi og frábærum aðbúnaði​

Við bjóðum  upp á rjúpnaveiði með gistingu að Eyjum í Breiðdal og einnig á gjöfulum veiðilendum í nágrenni veiðihússins Hálsakots sem stendur við bakka Kaldár í Jökulsárhlíð. Á báðum stöðum  höfum við byggt upp aðbúnað sem stenst samanburð við það besta sem völ er á.  Boðið er upp á 8 herbergi í gistingu og 8 í senn leyfðar í rjúpu frá hvoru veiðihúsi.

Gistingin uppbúinn mun kostar kr. 12.000 herbergi hverja nótt og rjúpnaveiðileyfið sem fylgir herberginu verður kr. 8.000 á dag haustið 2022. Samtals er kostnaður fyrir herbergið og leyfið því kr. 20.000 á dag. Hópar ganga fyrir sem taka öll 8 herbergi. Hægt er að fá fæði og frekari þjónustu ef þess er óska og kostar það aukalega.

Upplýsingar

Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík: 615 km og Hálsakot 660 km. Fjarlægð frá Egilsstöðum: 80 km og Hálsakot 50 km.

Veiðisvæði: Jörðin Eyjar sunnanmegin í Breiðdal og hugsanlega Heydalir líka norðanmegin. Frá Hálsakoti Jörðin Sleðbrjótur og Breiðumörk og hugsanlega fleirri jarðir.

Tímabil: Nóvember líklega en reglugerð um veiðidaga hefur ekki verið gefin út.

Veiðileyfi: Yfirleitt þrír dagar í senn en getur þó orðið lengur.

Fjöldi byssa: Leyfðar eru hámark 8 byssur.

Verð: Með gistingu kr. 20.000 á dag.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Sigurður Staples (Súddi) Sími 660 6894 og 475 6776 og í Hálsakoti Guðmundur í síma 660 6893.

Fjarlægð frá Reykjavík: 609 km

Akstur: Um 7 klst og 30 mín

Fjarlægð frá Egilsstöðum: 80 km

Akstur: Um 1 klst