STRENGIR

Veiði 2024

 Ertu búin að bóka ævintýrið þitt 2024?

Á vef okkar www.strengir.is má nú sjá laus leyfi fyfir sumarið í Jöklu, Hrútafjarðará og Minnivallalæk. Bókanir eru góðar af fastakúnnum en þó má finna ýmislegt áhugavert á öllum svæðum ennþá.
Eins og áður hefur komið fram er eftirspurnin mikil í Jöklu fyrir komandi sumar. Þó má sjá lausar stangir í fyrrihluta hluta júlí og svo eftir miðjan ágúst. Veiðin hefur undanfarinn ár byrjað mjög vel í júní og einnig lítur vel út með stöðu Hálslóns sem er óvenju lág svo allur ágúst lítur mjög vel út til veiða án yfirfalls.

Fögruhlíðará
Komið að löndun í Fögruhlíðarós!

Einnig má benda á að svæðið Jökla og Fögruhlíðará á nokkuð af lausum dögum í júní og júlí í silungs og laxveiði á hóflegu verði.

Hrútafjarðará
Sá stærsti úr Hrútu í sumar!

Hrútafjarðará er með nokkur laus holl sem er óvenjulegt enda eru ár sem bjóða upp á gistingu án skyldufæðis alltaf mjög vinsælar. Líklegt er að þessi holl fari því fljótt og áhugasamir hafi því samband sem fyrst.

Minnivallalækur
Við Viðarhólma í Minnivallalæk

Perlan Minnivallalækur er alltaf vinsæll og júní er til dæmis að mestu fullbókaður en þó er ennþá töluvert laust á góðum tíma td. í júlí. Stutt að fara frá Reykjavík og glæsileg gisting í boði alveg á árbakkanum með heitum potti og frábæru útsýni yfir ánna og til fjalla.

Endilega hafið samband og hlakka til að heyra í ykkur.
Þröstur Elliðason