STRENGIR

Search
Close this search box.
breski

Allar veiðitölur sumarsins komnar í hús

Nú hefur verið farið yfir veiðibækur ársins og má segja að veiðin hafi bæði verið upp og niður hjá okkur, en almennt getum við vel við unað. Hér förum við yfir helstu tölur á svæðum Strengja.
 

Jökla
Þegar upp var staðið komu á land 803 laxar sem gerir þetta þriðja best sumar okkar á Jöklusvæðinu. Lax var strax mættur í opnun 27 júní er 9 laxar komu á land á einungis þrjár stangir sem voru bókaðar þá. Lax gekk hægar upp Jökuldalinn en sumarið áður vegna kulda og mikils vatns og það var ekki fyrr en í ágúst að efstu staðir fóru að gefa. Silungsveiðin var einnig um 300 fiskar og þar af flestir í Fögruhlíðará. Endurbætur á veiðihúsum lukkuðust vel og er öll aðstaðan nú fyrsta flokks fyrir veiðimenn og meðal annars var byggt saunahús á verönd. Hér fyrir neðan má meðal annars sjá stjórn Veiðifélags Jöklu fara yfir veiðitölur sumarsins og nánari upplýsingar um veiði í Jöklu verða svo gefnar síðar.

Breiðdalsá
Þetta var síðasta sumar okkar með þessa fallegu veiðiá og því miður var veiðin á pari við árið áður eða 74 laxa. Reyndar var sáralítil ástundun svo eflaust hefðu tölur verið hærri annars. Stærsti laxinn var 102 cm en þetta er rómuð stórlaxaá og vonandi að nýr leigutaki Peter Rippin nái að byggja upp Breiðdalsá á næstu árum. Silungsveiðin var minni en oft áður eða um 250 fiskar en sjóbleikjan virðist líka vera að dala almennt víða um land.
Hrútafjarðará
Lokatölur voru 257 laxar og um 40 af sjóbleikjur en þetta eru lærri tölur en verið hafa undanfarin ár. Þrátt fyrir það ágætt veiði á einungis þrjár stangir og áin er alltaf jafnvinsæl hjá fastahollum okkar. Enda er áin falleg og veiðihúsið gott með glæsilegan arinn sem á engan sinn líka. Set var einnig upp saunahús á verönd sem var vinsælt enda gott að slappa af eftir góðan veiðidag.
Minnivallalækur
Ástundun var minni en venjulega vegna þess að töf varð á endurbótum á veiðihúsinu og veiði hófst ekki að ráði fyrr en seint í júní þetta árið. Um 200 urriða eru skráðir í veiðibók og margir vænir en ljóst er að köld tíð hafði líka áhrif á tökur svo veiði varð minni en oft áður. Breytingar á veiðhúsinu heppnuðust vel og er aðstaðan öll orðin hin glæsilegasta og var hún þó góð fyrir!

Veiðileyfasala fyrir næsta ár er komin á fullt og lítur almennt vel út með sölu leyfa er óhætt að segja. Áhugasamir hafi því samband fyrr en seinna og reynt verður að koma á móts við flesta eins og hægt er.
 
Hlakka til að heyra í ykkur.

Þröstur Elliðason