Jökla
Þegar upp var staðið komu á land 803 laxar sem gerir þetta þriðja best sumar okkar á Jöklusvæðinu. Lax var strax mættur í opnun 27 júní er 9 laxar komu á land á einungis þrjár stangir sem voru bókaðar þá. Lax gekk hægar upp Jökuldalinn en sumarið áður vegna kulda og mikils vatns og það var ekki fyrr en í ágúst að efstu staðir fóru að gefa. Silungsveiðin var einnig um 300 fiskar og þar af flestir í Fögruhlíðará. Endurbætur á veiðihúsum lukkuðust vel og er öll aðstaðan nú fyrsta flokks fyrir veiðimenn og meðal annars var byggt saunahús á verönd. Hér fyrir neðan má meðal annars sjá stjórn Veiðifélags Jöklu fara yfir veiðitölur sumarsins og nánari upplýsingar um veiði í Jöklu verða svo gefnar síðar.
Veiðileyfasala fyrir næsta ár er komin á fullt og lítur almennt vel út með sölu leyfa er óhætt að segja. Áhugasamir hafi því samband fyrr en seinna og reynt verður að koma á móts við flesta eins og hægt er.
Hlakka til að heyra í ykkur.
Þröstur Elliðason