Það fer að líða að opnun veiðisvæða með hækkandi sól og Strengir bjóða upp á tvo möguleika í vorveiði.
Minnivallalækur opnar 1. apríl og vegna forfalla er opnunin laus fyrstu tvo dagana ásamt helgunum 5-7 og 12-14 apríl! Stangardagurinn er á kr. 25.00 og allar 4 stangirnar eru seldar saman og glæsileg gisting í Veiðihúsinu Lækjamót er innifalinn. Eitthvað
er líka laust í maí eins og td. helgarnar 3-5 og 17-19 maí og stangardagurinn er þá komin í kr. 30.000. Júní er mikið bókaður en þó er laust þriggja daga holl 12-15 júní og verðið er þá komið í kr. 40.000 stangardaginn. Urriðinn í Minnivallalæk er óvenju stórvaxinn
og fiskar allt að 4-5 kg veiðast flest ár. Góður kostur stutt frá Reykjavík og veiðihúsið er fyrsta flokks með heitum potti á stórri verönd alveg á árbakkanum.
Í Fögruhlíðarós hefst veiði 1. júní með 4 stöngum og er þekktur fyrir sjóbleikjuveiði en einnig er líka nokkuð um sjóbirting. Sveigjanlegur veiðitími því veiðin fylgir oft sjávarföllum og bjartar júní nætur geta gefið þá oft frábæra veiði í fjörunni. Stangardagurinn í júní er á kr. 20.000 og hægt er að finna gistingu fyrir þá sem þess óska.