Þegar komið er inn í júlí og laxinn kominn upp fyrir Hólaflúð er lítið um hindranir allt upp að Tregluhyl um 70-80 km frá sjó og og jafnvel ofar og er því gríðarlega langt svæði sem lax getur gengið upp Jökuldalinn. Ofan Húsármóta tekur því við Jökla II frá og með 9. júlí og upp að Tregluhyl en frjálst þar fyrir ofan. Hluta tímabilsins munu neðri svæðamörk vera reyndar ofar en Húsármót eða ofan við Hjarðarhagabrú og lengist þá neðra svæðið sem því nemur tímabundið. Sumarið 2025 var frábær veiði á Jöklu II á stuttum tíma eða hátt í 200 laxar og góð dreifing þar sem veiðistaðir sem áður voru lítið stundaðir komu vel inn. Með þessu svæði nýtist öll Jöklan mun betur en ef eingöngu væru 6-8 stangir á nánast allri ánni og stutt er líka frá gistiaðstöðunni á bænum Hjarðarhaga á helstu veiðistaði á Jöklu II.
Við þjóðveg 1 ofarlega í Jökuldal er bærinn Hjarðarhagi á tveim hæðum sem er til afnota fyrir veiðimenn stóran hluta af veiðitíma Jöklu II svæðis. Þar eru 8 herbergi bæði lítil og stór á efri hæð, tvö þeirra hafa sér baðherbergi en önnur deila tveimur baðherbergjum. Gistinginn er með uppábúinn rúm og handklæði innifalin í verði veiðileyfa en hægt er líka að fá fullt fæði og þjónustu eftir nánari samkomulagi. Allt að 12 manns geta gist í Hjarðarhaga sem er heimilisleg aðstaða án lúxus en þægileg með stofu og eldhúsi á neðri hæð. Lagt verður þó í endurbætur fyrir sumarið 2026 og meðal annars á herbergjum og byggð vegleg verönd enda er oft er mikil veðursæld þarna ofarlega í Jökuldal.
Umsjónarmaður er Guðmundur Ólason í síma 660 6893
Veiðisvæði: Jökla frá og með Hofteigsbreiðu og að og með Tregluhyl en frjálst að veiða ofar. En tímabundið um mitt sumar styttist svæðið og neðri mörk verða þá frá Hjarðarhagabrú og upp að Tregluhyl, en þó frjálst að veiða ofar.
Tímabil: 9. júlí og út ágúst en fer þó eftir hvenær yfirfall kemur.
Veiðileyfi: Þrír eða fjórir dagar í senn frá hádegi til hádegis.
Daglegur veiðitími: VVeitt er frá kl. 8 – 13 og kl. 15 – 21 eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt hætt kl. 12:00.
Fjöldi stanga: Leyfðar eru 6 stangir.
Verð: Stöng á dag á bilinu
kr. 120.000 – 150.000 og gisting án þjónustu innifalinn.
Veiðireglur: Fluga er nú eingöngu leyfð og skylt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum og veiða og sleppa eftir það. Æskilegt er þó að öllum laxi sé sleppt enda eru góð uppeldissvæði á vatnasvæði Jöklu.
Vinsælar flugur: Rauð Frances, Svört Frances, Friggi, Sunray Shadow, Hitch tupes, Snælda og fl.
Veiði síðastliðin ár: Um 200 laxar.
Umsjónarmaður/veiðivörður: Guðmundur Ólason í síma 6606893
Fjarlægð frá Reykjavík: 660 km
Akstur: Um 7 klst og 40 mín
Fjarlægð frá Egilsstöðum:
Akstur: Um 40 mín