Veiðisvæðin okkar

FRÉTTIR

Nýr vefur okkar á strengir.is

Nú er komin nýr og glæsilegur vefur á strengir.is með öllum helstu upplýsingum um þau ársvæði sem við höfum upp á að bjóða. Hægt er meðal annars að sækja þar um veiðileyfi í hnappnum „Veiðileyfi“ og verður reynt að svara samdægurs þeim umsóknum.

Lesa meira »
Minnivallalækur

Vorveiði í Minnivallalæk

Vorveiði í Minnivallalæk Vorveiði hefst í Minnivallalæk 1.apríl og er opnunin laus eins og er. En vegna viðhalds og breytinga verður Veiðihúsið Lækjamót ekki í

Lesa meira »

strengir Síðan 1988

Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 af Þresti Elliðasyni sem er jafnframt aðaleigandi Strengja. Við leggjum mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.

Í veiðihúsum Strengja er einnig boðin gisting fyrir alla ferðalanga allt árið ef húsrúm leyfir, bæði fyrir hópa sem og aðra sem vilja taka stök herbergi með eða án þjónustu.

Við hlökkum til sumarsins 2022 og Veiðiþjónustan Strengir mun nú sem endranær bjóða fjölbreytt úrval veiðileyfa bæði í lax og silung. Hér kynnum við svæðin okkar og vekjum athygli á fyrirhuguðum breytingum á Jöklusvæðum.

Fáðu sent nýjust fréttirnar